Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:03 Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun