Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar 20. desember 2024 11:01 Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun