Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2024 14:23 Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. „Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur. Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur.
Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira