Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:46 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikilvægara að formenn nýrra ríkisstjórnarflokka vinni vel saman en hverjir nákvæmlega skipi hvaða ráðherrastóla. Vísir/Ívar Fannar Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45