Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 16:44 Síðasti Ríkisráðsfundur Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. „Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira