Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 18:48 Fyrsta ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Það var engin lognmolla á Bessastöðum þegar, hefð samkvæmt, voru teknar myndir nýrri ríkisstjórn á tröppum Bessastaða. Herramennirnir í öftustu röð voru í minna brasi en aðrir ráðherrar með hárið í rokinu. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira