Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar 22. desember 2024 10:00 Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Stjórnvöld áttuðu sig líka á hvert stefndi og árið 2020 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku skýrslu sinni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í kjölfarið var skipaður annar starfshópur til að fylgja tillögum þess fyrri eftir. Höfundur þessarar greinar átti sæti í þeim hópi, sem skilaði niðurstöðu í júní 2022, en tillögur voru lagðar fram í formi draga að reglugerð. Lögð var áhersla á að þær þyrftu nánari útfærslu og greiningu sem og frekari samráð við aðra hagaðila, auk aðkomu Alþingis. Í umræðum síðustu daga um orkuöryggi hafa nokkrir vísað í eina af tillögum þessarar nefndar en ekki sagt frá heildinni og svo sannarlega ekki þeim fyrirvörum sem settir voru. Markmiðið með tillögum starfshópsins var skýrt og það var að verja svokallaða alþjónustunotendur sem eru heimili og smærri fyrirtæki. Jafnframt var ljóst að ástæðan fyrir stofnun þessa starfshóps var að stjórnvöld hlustuðu á ákall geirans um að settar væru skýrar leikreglur sem tryggðu orkuöryggi. Aldrei var gert ráð fyrir að einn aðili bæri ábyrgð á orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja heldur byggðu tillögurnar á sameiginlegri ábyrgð fjölda aðila í orkugeiranum. Hér eru nokkrar tillögur starfshópsins: Skipting markaða á milli alþjónustunotenda og stórnotenda. Þar var lagt til að skilgreina alþjónustu, hvað í henni felst, hverjir skuli njóta hennar og í hvaða forgangi. Í grófum dráttum má segja að alþjónustunotendur séu heimili og smærri fyrirtæki. Sölufyrirtækjum gert að upplýsa Orkustofnun árlega hvernig þau hygðust mæta skuldbindingum sínum gagnvart heimilum og smærri fyrirtækjum til næstu 2 ára. Dreifiveitum bæri að upplýsa Orkustofnun og sölufyrirtæki um nýja stórnotendur sem væru að koma inn á markað og jafnframt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta þörfum sínum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Raforkuframleiðendur tóku að sér að hafa tiltæka raforku fyrir heimili og smærri fyrirtæki í hlutfalli af heildarframleiðslu síðasta árs, en sá fyrirvari var settur að Orkustofnun veitti Landsvirkjun heimild til að draga tímabundið úr framboðsskyldu þrjú ár fram í tímann og miða þá við raunverulega markaðshlutdeild síðustu 3 ára. Landsneti var gert skylt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta sínum þörfum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir til Orkustofnunar til að kalla eftir gögnum frá öllum aðilum á orkumarkaði og að stofnunin gerði árlega stöðumat á orkuöryggi tvö ár fram í tímann. Orkustofnun var falið að fylgjast með verði til alþjónustunotenda. Þá var gert ráð fyrir að stofnunin fengi heimild til að setja verðþak á raforku til að tryggja almennum notendum orku á stöðugu verði sem og að ákveða öryggismörk til að tryggja að raforkuþörf heimila og fyrirtækja væri mætt. Orkustofnun var jafnframt falið að gefa út árfjórðungslega upplýsingar um stöðu orkumarkaða. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í ef öryggi heimila og smærri fyrirtækja væri ekki tryggt að hennar mati, t.d. með endurkaupum frá stórnotendum og opinberri þjónustuskyldu á framleiðendur raforku og raforkusala, sem og að tilnefna raforkuframleiðanda til þrautavara fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Af ofangreindri upptalningu má sjá að starfshópurinn var með fjölmargar tillögur um hvernig hægt væri að tryggja á heildstæðan hátt orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja og aldrei stóð til að ábyrgðin væri hjá einum aðila. Jafnframt var ljóst að hópurinn komst ekki lengra með málið enda skipunartími hans liðinn. Þar að auki gat ekki talist æskilegt að samkeppnisaðilar réðust í viðamiklar greiningar sem voru nauðsynlegar til að vinna tillögur áfram. Það verkefni á eðlilega heima hjá stjórnvöldum. Í ljósi ofangreinds vekur það furðu að aðilar sem tóku þátt í þessari vinnu bendi ítrekað á aðeins hluta af einni tillögu af fjöldamörgum, þ.e. ábyrgð raforkuframleiðenda til að hafa tiltækt magn miðað við heildarframleiðslu og svo er gefið í skyn að allir hafi verið sammála um að hún leysti vandann. Þessi umræða leiddi til þess að Landsvirkjun, eftir að hafa greint tillögurnar nánar, sá sig knúna til að setja fram verulega fyrirvara við þær við ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikilvægt er að hafa í huga að megintilgangur starfsins var að tryggja fyrirsjáanleika í kerfinu til að tryggja öryggi heimila og smærri fyrirtækja og jafnframt að tryggja sem minnsta sóun. Allir vissu að það væri gríðarleg sóun fólgin í því að Landsvirkjun væri með ábyrgð á að vera með tilbúið rafmagn fyrir 70% af markaði fyrir heimili og smærri fyrirtæki en væri í raun einungis með um 50% markaðshlutdeild. Tillögurnar gerðu heldur aldrei ráð fyrir því. Við öll í orkugeiranum verðum að vanda okkur þegar við tölum um orkuöryggi. Mikilvægt er að ræða málin faglega og af ábyrgð til að tryggja að við aukum ekki á upplýsingaóreiðu. Það er hagur okkar allra, fyrirtækjanna jafnt sem almennings. Ljúkum verkinu Ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála er að vinna ítarlegar greiningar með ytri aðilum um heildstæðar tillögur til að tryggja orkuöryggi og hefur orkugeirinn fengið að fylgjast með þeirri vinnu og koma að athugasemdum. Við öll verðum að styðja við þá vinnu til að tryggja orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja og þannig ljúka því verki sem hófst með vinnu starfshóps um orkuöryggi. Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Kristín Linda Árnadóttir Orkumál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Stjórnvöld áttuðu sig líka á hvert stefndi og árið 2020 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku skýrslu sinni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í kjölfarið var skipaður annar starfshópur til að fylgja tillögum þess fyrri eftir. Höfundur þessarar greinar átti sæti í þeim hópi, sem skilaði niðurstöðu í júní 2022, en tillögur voru lagðar fram í formi draga að reglugerð. Lögð var áhersla á að þær þyrftu nánari útfærslu og greiningu sem og frekari samráð við aðra hagaðila, auk aðkomu Alþingis. Í umræðum síðustu daga um orkuöryggi hafa nokkrir vísað í eina af tillögum þessarar nefndar en ekki sagt frá heildinni og svo sannarlega ekki þeim fyrirvörum sem settir voru. Markmiðið með tillögum starfshópsins var skýrt og það var að verja svokallaða alþjónustunotendur sem eru heimili og smærri fyrirtæki. Jafnframt var ljóst að ástæðan fyrir stofnun þessa starfshóps var að stjórnvöld hlustuðu á ákall geirans um að settar væru skýrar leikreglur sem tryggðu orkuöryggi. Aldrei var gert ráð fyrir að einn aðili bæri ábyrgð á orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja heldur byggðu tillögurnar á sameiginlegri ábyrgð fjölda aðila í orkugeiranum. Hér eru nokkrar tillögur starfshópsins: Skipting markaða á milli alþjónustunotenda og stórnotenda. Þar var lagt til að skilgreina alþjónustu, hvað í henni felst, hverjir skuli njóta hennar og í hvaða forgangi. Í grófum dráttum má segja að alþjónustunotendur séu heimili og smærri fyrirtæki. Sölufyrirtækjum gert að upplýsa Orkustofnun árlega hvernig þau hygðust mæta skuldbindingum sínum gagnvart heimilum og smærri fyrirtækjum til næstu 2 ára. Dreifiveitum bæri að upplýsa Orkustofnun og sölufyrirtæki um nýja stórnotendur sem væru að koma inn á markað og jafnframt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta þörfum sínum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Raforkuframleiðendur tóku að sér að hafa tiltæka raforku fyrir heimili og smærri fyrirtæki í hlutfalli af heildarframleiðslu síðasta árs, en sá fyrirvari var settur að Orkustofnun veitti Landsvirkjun heimild til að draga tímabundið úr framboðsskyldu þrjú ár fram í tímann og miða þá við raunverulega markaðshlutdeild síðustu 3 ára. Landsneti var gert skylt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta sínum þörfum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir til Orkustofnunar til að kalla eftir gögnum frá öllum aðilum á orkumarkaði og að stofnunin gerði árlega stöðumat á orkuöryggi tvö ár fram í tímann. Orkustofnun var falið að fylgjast með verði til alþjónustunotenda. Þá var gert ráð fyrir að stofnunin fengi heimild til að setja verðþak á raforku til að tryggja almennum notendum orku á stöðugu verði sem og að ákveða öryggismörk til að tryggja að raforkuþörf heimila og fyrirtækja væri mætt. Orkustofnun var jafnframt falið að gefa út árfjórðungslega upplýsingar um stöðu orkumarkaða. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í ef öryggi heimila og smærri fyrirtækja væri ekki tryggt að hennar mati, t.d. með endurkaupum frá stórnotendum og opinberri þjónustuskyldu á framleiðendur raforku og raforkusala, sem og að tilnefna raforkuframleiðanda til þrautavara fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Af ofangreindri upptalningu má sjá að starfshópurinn var með fjölmargar tillögur um hvernig hægt væri að tryggja á heildstæðan hátt orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja og aldrei stóð til að ábyrgðin væri hjá einum aðila. Jafnframt var ljóst að hópurinn komst ekki lengra með málið enda skipunartími hans liðinn. Þar að auki gat ekki talist æskilegt að samkeppnisaðilar réðust í viðamiklar greiningar sem voru nauðsynlegar til að vinna tillögur áfram. Það verkefni á eðlilega heima hjá stjórnvöldum. Í ljósi ofangreinds vekur það furðu að aðilar sem tóku þátt í þessari vinnu bendi ítrekað á aðeins hluta af einni tillögu af fjöldamörgum, þ.e. ábyrgð raforkuframleiðenda til að hafa tiltækt magn miðað við heildarframleiðslu og svo er gefið í skyn að allir hafi verið sammála um að hún leysti vandann. Þessi umræða leiddi til þess að Landsvirkjun, eftir að hafa greint tillögurnar nánar, sá sig knúna til að setja fram verulega fyrirvara við þær við ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikilvægt er að hafa í huga að megintilgangur starfsins var að tryggja fyrirsjáanleika í kerfinu til að tryggja öryggi heimila og smærri fyrirtækja og jafnframt að tryggja sem minnsta sóun. Allir vissu að það væri gríðarleg sóun fólgin í því að Landsvirkjun væri með ábyrgð á að vera með tilbúið rafmagn fyrir 70% af markaði fyrir heimili og smærri fyrirtæki en væri í raun einungis með um 50% markaðshlutdeild. Tillögurnar gerðu heldur aldrei ráð fyrir því. Við öll í orkugeiranum verðum að vanda okkur þegar við tölum um orkuöryggi. Mikilvægt er að ræða málin faglega og af ábyrgð til að tryggja að við aukum ekki á upplýsingaóreiðu. Það er hagur okkar allra, fyrirtækjanna jafnt sem almennings. Ljúkum verkinu Ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála er að vinna ítarlegar greiningar með ytri aðilum um heildstæðar tillögur til að tryggja orkuöryggi og hefur orkugeirinn fengið að fylgjast með þeirri vinnu og koma að athugasemdum. Við öll verðum að styðja við þá vinnu til að tryggja orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja og þannig ljúka því verki sem hófst með vinnu starfshóps um orkuöryggi. Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun