Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2024 00:10 Viðbúið er að það verði slæmt verðaveður um jólin, einkum á aðfangadagskvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. „Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Veður Jól Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar.
Veður Jól Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira