Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar 23. desember 2024 10:00 Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun