Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir var ósammála kollegum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42