Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2024 09:32 Stuðningsmenn AfD hópuðust saman í gær og kölluðu öfgakennd slagorð um innflytjendur vegna árásarinnar í Madgeburg. Þýskur dómstóll hefur staðfest flokkinn sem mögulega hættuleg öfgasamtök. EPA Alternative für Deutschland, öfgahægriflokkurinn sem árásarmaðurinn sem drap fimm er hann ók sendibíl á gesti jólamarkaðar í Madgeburg studdi, stóð fyrir minningaviðburði í gær vegna voðaverkanna. Þar var gert ákall eftir brottvísunum og lokuðum landamærum, orðræða sem svipar til viðhorfa árásarmannsins. Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni. Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni.
Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53
Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55