Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2024 18:01 Englandsmeistarar Manchester City hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. James Gill - Danehouse/Getty Images Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira