Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2024 18:01 Englandsmeistarar Manchester City hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. James Gill - Danehouse/Getty Images Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira