Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar 27. desember 2024 07:33 Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun