Þungar vikur framundan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 12:40 Þrjátíu og sjö eru í einangrun á Landspítalanum með inflúensu eða aðrar öndunarfærasýkingar. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21