Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 17:17 Dagurinn hjá Damon Heta byrjaði mjög vel, en endaði alls ekki vel. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Ástralski pílukastarinn Damon Heta féll úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu á ótrúlegan hátt í dag. Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira
Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira