Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 23:14 Gerwyn Price þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í kvöld. James Fearn/Getty Images Gerwyn Price, Peter Wright og Luke Humphries, sem allir eru fyrrverandi eða ríkjandi heimsmeistarar í pílukasti, komust allir áfram úr viðureignum sínum í 32-manna úrslitum á HM í pílukasti í kvöld. Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis. Pílukast Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis.
Pílukast Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira