Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 16:38 Nathan Aspinall er á leið í 16-manna úrslit á HM í pílukasti í dag. James Fearn/Getty Images Ryan Joyce, Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall tryggðu sér sæti í 16-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White. Pílukast Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Sjá meira
Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White.
Pílukast Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Sjá meira