Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 17:37 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður, er hér í forgrunni. Vísir/Vilhelm Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51