Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 19:01 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu. Daði sagði Íslendinga hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að auðlindir landsins hefðu verið nýttar mjög vel. Aðilar í sjávarútvegi, orkugeiranum eða ferðaþjónustunni, sem hefðu verið að nýta auðlindir Íslands, hefðu skapað verðmæti öllu samfélaginu til heilla. „Það er hins vegar alltaf svolítið hættulegt að skammta aðgang og takmarka hann. Vegna þess að ef að það skapar hagnað, hefst mikil barátta um þá hagsmuni. Að tryggja sér aðgang. Það er heppilegt og það er líka skilvirkt að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir.“ Hann sagðist ekki hafa talað fyrir einhverskonar kollsteypu á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðrum kerfum og það hefði ekki verið gert af flokknum eða ríkisstjórninni. „En einhverskonar réttlátari dreifing á arði. Það er mikið ákall um það.“ Talaði sérstaklega um uppsjávarveiðar Aðspurður seinna í þættinum hvernig hann sæi hærri auðlindagjöld fyrir sér sagði Daði að þær tillögur yrðu kynntar mjög fljótlega. Vildi hann ekki fara yfir þær að svo stöddu en sagði aðferðina sem notuð væri til að reikna auðlindagjöld, og þá sérstaklega í uppsjávarveiðum, væri „sérstök“. „Það er raunverulega enginn markaður með uppsjávarfisk, þannig að verðið sem miðað er við þar er viðmið, sem fyrst og fremst verður til í kjarasamningagerð sjómanna og útgerðarinnar.“ Hann sagði hægt að breyta reiknireglunni með lögum og það hefði verið gert nokkrum sinnum áður. Það yrði skoðað. Inntur eftir frekari svörum um það hvort til stæði að „hækka prósentuna“ eða breyta grunninum, þegar kemur að auðlindagjöldum, sagði Daði: „Það þarf að endurskoða grunninn.“ Hlusta má á viðtalið við Daða í spilaranum hér að neðan. Þar er farið um víðari völl en í greininni. Vill almannahagsmuni framar sérhagsmunum Áður hafði Daði talað um það hvernig hann ákvað að stíga aftur inn í starf Viðreisnar með virkari hætti. „Þetta á eftir að hljóma frekar hallærislega. Þetta er sjálfboðavinna, þið vitið það, að pólitísk starf á Íslandi er sjálfboðavinna. Ég fór út í þetta kannski vegna þess að mig langar að íslenskt samfélag veiti eins mörgum tækifæri og mögulegt er. Að hagsmunir almennings gangi framar sérhagsmunum,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að hann væri ekki að segja að íslenskt samfélag væri ofurselt sérhagsmunum. Hins vegar væri ljóst að í „baráttunni“ stæði almenningur oft höllum fæti gegn sérhagsmunum. „Það er svona leiðarstefið. Það er það sem að heillaði mig við Viðreisn á sínum tíma.“ Þá sagði hann flokkinn tala fyrir ábyrgð í ríkisfjármálum, sem væri gífurlega mikilvægt, og að hann væri einnig mikill talsmaður alþjóðlegrar samvinnu. Þjóðin fái að ráða Daði var spurður út í Evrópumálin og það að mörg þeirra fyrirtækja sem nýti auðlindir landsins gerðu oft upp í erlendri mynt og mögulega hlunnfara þjóðina þannig. Hann sagði það frekar benda til galla á íslensku krónunni. „Það snertir auðvitað einhverja sanngirnistaug að sumir geti sleppt því að nota hana en aðrir þurfi að búa við hana. Allir vita jú hvernig vaxtastigið er og hvernig verðbólga hér þróast og óstöðugleikinn sem fylgir smáum gjaldmiðli,“ sagði Daði. „Það er kannski ekki aðal atriðið, heldur fyrst og fremst aðrir hlutir.“ Hann sagði Viðreisn standa fyrir það að þjóðin fengi fyrst og fremst að ákveða næstu skrefin í þessu ferli. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Daði sagði Íslendinga hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að auðlindir landsins hefðu verið nýttar mjög vel. Aðilar í sjávarútvegi, orkugeiranum eða ferðaþjónustunni, sem hefðu verið að nýta auðlindir Íslands, hefðu skapað verðmæti öllu samfélaginu til heilla. „Það er hins vegar alltaf svolítið hættulegt að skammta aðgang og takmarka hann. Vegna þess að ef að það skapar hagnað, hefst mikil barátta um þá hagsmuni. Að tryggja sér aðgang. Það er heppilegt og það er líka skilvirkt að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir.“ Hann sagðist ekki hafa talað fyrir einhverskonar kollsteypu á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðrum kerfum og það hefði ekki verið gert af flokknum eða ríkisstjórninni. „En einhverskonar réttlátari dreifing á arði. Það er mikið ákall um það.“ Talaði sérstaklega um uppsjávarveiðar Aðspurður seinna í þættinum hvernig hann sæi hærri auðlindagjöld fyrir sér sagði Daði að þær tillögur yrðu kynntar mjög fljótlega. Vildi hann ekki fara yfir þær að svo stöddu en sagði aðferðina sem notuð væri til að reikna auðlindagjöld, og þá sérstaklega í uppsjávarveiðum, væri „sérstök“. „Það er raunverulega enginn markaður með uppsjávarfisk, þannig að verðið sem miðað er við þar er viðmið, sem fyrst og fremst verður til í kjarasamningagerð sjómanna og útgerðarinnar.“ Hann sagði hægt að breyta reiknireglunni með lögum og það hefði verið gert nokkrum sinnum áður. Það yrði skoðað. Inntur eftir frekari svörum um það hvort til stæði að „hækka prósentuna“ eða breyta grunninum, þegar kemur að auðlindagjöldum, sagði Daði: „Það þarf að endurskoða grunninn.“ Hlusta má á viðtalið við Daða í spilaranum hér að neðan. Þar er farið um víðari völl en í greininni. Vill almannahagsmuni framar sérhagsmunum Áður hafði Daði talað um það hvernig hann ákvað að stíga aftur inn í starf Viðreisnar með virkari hætti. „Þetta á eftir að hljóma frekar hallærislega. Þetta er sjálfboðavinna, þið vitið það, að pólitísk starf á Íslandi er sjálfboðavinna. Ég fór út í þetta kannski vegna þess að mig langar að íslenskt samfélag veiti eins mörgum tækifæri og mögulegt er. Að hagsmunir almennings gangi framar sérhagsmunum,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að hann væri ekki að segja að íslenskt samfélag væri ofurselt sérhagsmunum. Hins vegar væri ljóst að í „baráttunni“ stæði almenningur oft höllum fæti gegn sérhagsmunum. „Það er svona leiðarstefið. Það er það sem að heillaði mig við Viðreisn á sínum tíma.“ Þá sagði hann flokkinn tala fyrir ábyrgð í ríkisfjármálum, sem væri gífurlega mikilvægt, og að hann væri einnig mikill talsmaður alþjóðlegrar samvinnu. Þjóðin fái að ráða Daði var spurður út í Evrópumálin og það að mörg þeirra fyrirtækja sem nýti auðlindir landsins gerðu oft upp í erlendri mynt og mögulega hlunnfara þjóðina þannig. Hann sagði það frekar benda til galla á íslensku krónunni. „Það snertir auðvitað einhverja sanngirnistaug að sumir geti sleppt því að nota hana en aðrir þurfi að búa við hana. Allir vita jú hvernig vaxtastigið er og hvernig verðbólga hér þróast og óstöðugleikinn sem fylgir smáum gjaldmiðli,“ sagði Daði. „Það er kannski ekki aðal atriðið, heldur fyrst og fremst aðrir hlutir.“ Hann sagði Viðreisn standa fyrir það að þjóðin fengi fyrst og fremst að ákveða næstu skrefin í þessu ferli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira