Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 18:01 Michail Antonio er þakklátur fyrir að hafa sloppið lifandi úr bílslysi í byrjun desember. Vísir/Getty Michail Antonio leikmaður West Ham segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir skelfilegt bílslys í byrjun desember. Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Antonio lenti í hörðum árekstri við aðra bifreið í upphafi desember. Hann fótbrotnaði illa og þurfti að gangast undir aðgerð í kjölfarið. Hann slapp þó vel úr slysinu miðað við allt saman og segist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. „Á þessum tíma árs er ég spurður fyrir hvað ég sé þakklátur og ég hef alltaf átt í vandræðum með að finna rétta svarið. Á þessu ári veit ég hins vegar nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur - að vera á lífi,“ skrifar Antonio í tilfinningaríku innleggi á Instagram. „Ég hef eytt mörgum árum og tekið lífinu sem sjálfsögðu. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár og gerði alltaf ráð fyrir að morgundagurinn væri sjálfssagður. Ég hef séð vini falla frá, séð aðra við dauðans dyr og jafnvel þá ekki gert mér grein fyrir hversu dýrmætt lífið er,“ Hann þakkar einnig heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum sem og félagi sínu West Ham. Tveimur dögum eftir slysið hituðu leikmenn West Ham upp í treyjum merktum Antonio sem síðan voru seldar og peningur gefinn til góðgerðamála. View this post on Instagram A post shared by Michail Antonio (@michailantonio) „Að lokum vil ég þakka fótboltasamfélaginu fyrir þá ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér. Það er mér mikils virði. Ég elska ykkur og er þakklátur fyrir ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár og ég mun snúa aftur á völlinn innan skamms.“ Fastlega er búist við að tímabilið sé á enda hjá Antonio en framtíð hans er óljós þar sem samningur hans við West Ham rennur út í lok tímabilsins.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira