Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 18:28 Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst vegna málsins. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira