Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 18:00 Þakið á tregðu við tilfinningasemi er að lyftast Að lifa og vitna það sem ekki mátti tala um Það voru tímamót í mínum veruleika um viðhorf á Íslandi, þegar ég las það sem Garðar Baldvinsson sagði í grein sinni á Vísi, að það að vitna ofbeldi sé líka að upplifa ofbeldi. Sú staðreynd er frá samkenndinni við að vitna aðra vera særða, barða, og lifa ósanngjarna niðurlægingu. Og eru erfiðar tilfinningar. Það eru eigin tilfinningar mannvera sem fara inn í taugakerfin. Svo enn meira þegar hann viðurkennir þá staðreynd, að sagan hverfi ekki si svona út í buskann, þó að unnið sé með reynsluna í meðferð eða á annan hátt. Eins og ég upplifði að reynt var að halda fram fyrir meira en hálfri öld síðan en vissi að það væri ekki satt. En afneitunin þá í öðrum lét mig hætta að tala um það. Sem ósýnilegt dæmi um hugtakið áfall og orðið andlegt ofbeldi vantar að fleiri orð séu notuð yfir hvað skapar langtíma virðisleysi hið innra í barni og þá áfram. Níð er slíkt orð. Og mismeðferð er annað sem er ekki endilega veitt eða gert með svaka látum en afleiðingar í mannverunni eru með sömu slæmu tilfinningunum. Ferli sem fer fram án vitna, smátætir eitt og annað hið innra í þeim sem fær þær dembur endalaust. Og enga ást til að jafna á móti því til mildunar. Gerandi hefur létt einhverju og telur að þá sé ekkert vandamál. Allt hafi gufað upp. Niðurlægjandi munnlegar árásir með neikvæðum tilgangi. Sem eru þá oftast einskonar erfiður tilfinninga-sársauka-víxill niður á næstu kynslóð. Innri sár sem eru að færast niður af því að sú mannvera, kannski foreldri. Hafði hvergi höfði sínu að halla um eigin innri vandamál, á tímum þegar fræðingar sáu konur bara í einni formúlu. Og að þær ættu engan rétt á að fá drauma um annarskonar tilveru upfyllta. Kona sem gat ekki leitað neitt til lausnar á gildrunni sem hún var læst í hafði bara það tækifæri til losunar. Það voru og eru svo margar leiðir til að láta ungviði líða illa um hver þau séu af því að geranda líður illa. Amma vinkonu minnar heilaþvoði hana á slæman hátt alla tíð, svo að hún náði aldrei að frelsa sig algerlega frá þeim áhrifum. Og það þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til að losna undan ráðríkinu um þrítugt, við að fá íbúð á leigu. Þá höfðu áhrif ömmunnar öll þau ár frá blautu barnsbeini ekki gufað upp. En heilaþvottur endaði. Það var svo mikið hlass af neikvæðum tilfinningum í líkama hennar sem myndu hafa verið á við allt um borð í stóru skipi sem sökk, og flaut svo smám saman upp í gegn um árin eftir það. Hún hefði ekki heldur getað leitað til yfirvalda yfir því, og dó því miður fyrir sextugsafmælið. Ég varð líka vitni að sárum föður sem lamdi syni sína of oft í hádeginu á árunum 1957-1959. Það var af því að ég hafði verið send í skóla í það hverfi sem konan sem fæddi mig í heiminn taldi sig þekkja gott fólk í. Og ég átti að vera þar í hádeginu. Sú staðreynd að fjölskyldan sat eða stóð þögul. Og ég auðvitað því miður líka sem var bara krakki frá tíu til tólf ára aldurs. Þarna tókum við sársaukann inn í þögninni, án þess að reyna að stoppa hann lúskra á góðum drengjum sem áttu það ekki skilið. Það var greinilega séð sem normal á þeim tímum. Og enginn kvartaði við yfirvöld. Garðar Baldvinsson lifði við það sjálfur á svakalegan hátt. Hann er sá fyrsti sem ég hef séð viðurkenna og vita að slíkt hverfur ekki si svona, eins og gufa út í buskann, þó að unnið sé með afleiðingar. Eins og reynt var að fá þjóðina til að trúa. Að upplifa og vita versus því bara að trúa Trú er ekki nærri alltaf holl, of margir hafa farið illa frá að trúa. Hvort sem það væru prestar með fölsk loforð, ættingjar eða aðrir, eða þeir sem reka öfgahópa sem eru kallaðir „Cult“ og eru víða um heim. Hvernig og hverju sé trúað er galdurinn til að það þjóni mannverum. Það var mjög ljúft að sjá hinn nýja biskup, hana Guðrúnu Karls Helgudóttur tala um erfiðleikana við að vinna með barni sínu sem hafði upplifað sig í röngum líkama, og vera Trans sem þarf rétta hjálp fyrir það, sem hún væri ekki að fá eins og þyrfti. Og tel ég kosningu hennar til stöðunnar marka tímamót hjá stofnun sem er að upplifa fækkun fylgjenda. Af því að nú vita margir um hið mikla hlaðborð andlegra sem tilfinningalegra atriða sem hver og einn tengir við. Staðreyndin er sú að kristni hefur ekki allt um mannlega þróun á sínum snærum. Fækkunin er greinilega frá því að sumir einstaklingar hafa fundið sínum andlegu þörfum fullnægt frá öðrum fræðum sem eru í boði víða um heim. Biblían hefur ekki nærri öll svör fyrir allar reynslur mannvera. Ég þekki það frá því sem ég heyrði sem barn, unglingur og áfram. Og fann mín önnur svör í ýmsum öðrum fræðum sem pössuðu við minn innri heim. Ég er líka nógu gömul til að muna þegar blessaður Hörður Torfason hafði komið út sem samkynhneigður á fyrri árum sjötta áratugarins, og orðið að flýja land af því að annars yrði lífið honum ógerlegt vegna fordóma. Sem voru gegn því að sköpun skaffar meira og öðruvísi, en trúarbrögð vildu meina að gætu verið veruleiki. Svo að einstaklingar sem voru að upplifa að vera annað en ein af þeim tveim samþykktu uppskriftum, upplifðu sorglega útskúfun og höfnun. Svo var það vinur á vinnustað um árið sem hefði orðið áttræður á árinu 2024, en náði aldrei að koma út með að vera samkynhneigður. Ég lærði svo eftir að hann dó, að hann hafði sem betur fer fundið lífsförunaut. Ljúf staðreynd fyrir hann, sem ég svo lærði samt því miður ekki, fyrr en eftir að hann dó. Og að þeir höfðu verið saman í hálfa öld. Hann hafði haldið þeirri staðreynd rækilega leyndu. Og það þó að ég spyrði hann oft héðan í tölvupóstum til hans á Íslandi, hvort það væru ekki einhverjir að sinna honum í veikindunum. Hann sagði aldrei orð um þá hluti. Það var mikil og löng þöggun. Sem var af því að höfnunin um slíkt þegar hann hafði uppgötvað það í sér, hafði greinilega sett sannleikann um þá staðreynd í lás. Algerlega gegn því að láta það út þó að flestir á vinnustaðnum hafi haft grun um það. Lífið er að sýna að hreinlega engin trúarfræði hafa allt dæmið um tilveruna og mannlega ferlið á jörðu. En margir finna þau svör fyrir sig í þeim öðrum fræðum og bókum sem eru til í hinum stærri bókaheimi, námskeiðum og meðferðar leiðum. Skaparinn skaffar allt mögulegt, en það er engin svokölluð Guð Barnapía eins og við sjáum í raun alla daga. Eins og til dæmis í fréttum frá stríðum sem eru í gangi með útrýmingar ætlun þeirra sem settu þau stríð af stað. Slíkt hefur svo mikið af bælingum á tilfinningum sem samkvæmt báðum fræðingunum, honum Thomas Hubl sem lýsir því að erfiðu tilfinningarnar fari hratt framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin og fari svo líka niður kynslóðirnar. Í öðrum orðum, þá menga þær taugakerfin. Peter A Levine lýsir slíku svo á nákvæman hátt: Að „áfall sjokkeri heilann, hindri tjáskipti, og frysti líkamann“. Sem sagt á annan hátt þýðir að mikið af tilfinningum fari í óvirkni, algera þöggun. Að mannveran nær ekki að koma orðum að reynslunni. Hún skapar einskonar en samt mismunandi orku-tauga spennufall um það atriði. Og það getur tekið langan tíma, áratugi að fá þá sögu og staðreynd eigin lífs frá því. Eða mannveran dáið með það um borð, af því að eitthvað í líkamanum fór í spennufall fyrir þann hluta í mannverum. Þegar ekki var leyft að tjá sig. Tjáning um það er lykillinn að heilun, betri líðan og einhverja minnkun á mengun frá bælingu. Það er enginn „delete“ eyðingar takki í heilanum. En heilinn og eitthvað í kerfunum eiga það samt til að henda einhverju út, en halda öðru alla ævi, sem er ekki endilega alltaf okkar val. Fræðingarnir deila líka leiðum til að létta af slíku álagi. Hið mikla ferðalag sálna Ég lærði þá athyglisverðu staðreynd í heilunarvinnu minni áður en ég lærði um bækur þessara fræðinga, að slíkt geymist í sálarhólfi, og kemur svo með í næsta líkama. Það kom upp í vinnu minni með mörgum þeirra sem komu til mín. Þannig lærði ég að skaparinn setti sálir ekki upp sem einnota. Og að úrvinnsla er allskonar frá tjáskiptum í orðum, svo getur hún birst á ýmsa aðra vegu eins og í list af einhverju og öllu tagi. Áður en það gerðist að ég vissi að ég ætti að bjóða heilun sem var eftir að hafa farið á Líföndunar-námsskeiðs ferli hér 1993, hafði kona á Íslandi ráðlagt mér í heimsókn þangað árið 1992, að fá lestur hjá konu á Sogaveginum. Sá lestur kom mér mjög á óvart þá, en var greinilega vísbending. Hún talaði bara um fyrra líf mitt hér í Ástralíu sem var á Great Ocean Road. Sérkennileg lífsreynslu saga sem er of löng fyrir þessa grein. Þó að eins og Garðar Baldvinsson segir að upprunalega dæmið ristir sig inn í líkamann til geymslu, þó að mengun léttist frá tjáskiptum. Og því sem virkar til að bæta ástand líkamans, að því magni sem geti gerst. Það skapast oft fjarlægð frá atvikum, en sagan hverfur ekki, heldur fer á annan stað í manni. Það atriði átti við líf mitt, bæði eigin reynslu. Og frá því að vitna svo tvennskonar ofbeldi á tveim heimilum. Atriði sem hafa setið með mér á sinn hátt alla daga síðan. Eitt tilfellið var líkamlegt ofbeldi, en hitt hjá vinkonu með mjög slæmt tilfelli af heilaþvotti. Hegðun ömmu sem sýndi vanþroska og algeran skort á kærleik. Það eru til dæmis ýmis atriði í þeim austrænu fræðum eins og Buddhisma og Hinduisma sem margir eru að sjá að tengir við þeirra innri reynslu. Eins og með sálina og ferðalag þeirra í gegn um marga líkama frá einu lífi til annars. Þó að þau séu ekki að nefna sig við neitt. Heldur að lifa það sem þeirra innri veruleiki veit að er rétt fyrir sig. Mannverur geta lifað að elska Jesú og tónlist kirkjunnar sem ég tel að stór hluti okkar sem ólust upp í kristni geri, þó að þær séu ekki ánægðar með allan kristnipakkann með kenningum sem vísindin hafa afsannað. Svo hafa margir tengt við þau önnur andleg fræði sem eru til, og veita önnur andleg atriði. Atriði sem fylla í hólfin sem hver einstaklingur þarf fyrir sitt eigið einstaka þróunar og þroskaferli. Svo hefur Guðspekin heilmikið af mjög gagnlegri visku sem Guðfræðin hefur ekki. Hlaðborðið af visku er af ýmsu tagi sem hinar mismunandi heimspeki-leiðir annarra stofnana bjóða upp á. Og svo allar nýaldar sálfræði bækurnar um að finna sjálfan sig sem kristni hefur ekki verið með á sinni stefnu svo að ég viti. Hugtökin og orðin „Individuation“ og „Self Realisation“ voru ekki í málinu né talað um slíkt sem það dýrmæta sem það er fyrir alla einstaklinga. Tjáning um eigin reynslu er einskonar afhlaðning af alla vega hluta safnsins sem hefur farið beint inn í taugakerfin. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þakið á tregðu við tilfinningasemi er að lyftast Að lifa og vitna það sem ekki mátti tala um Það voru tímamót í mínum veruleika um viðhorf á Íslandi, þegar ég las það sem Garðar Baldvinsson sagði í grein sinni á Vísi, að það að vitna ofbeldi sé líka að upplifa ofbeldi. Sú staðreynd er frá samkenndinni við að vitna aðra vera særða, barða, og lifa ósanngjarna niðurlægingu. Og eru erfiðar tilfinningar. Það eru eigin tilfinningar mannvera sem fara inn í taugakerfin. Svo enn meira þegar hann viðurkennir þá staðreynd, að sagan hverfi ekki si svona út í buskann, þó að unnið sé með reynsluna í meðferð eða á annan hátt. Eins og ég upplifði að reynt var að halda fram fyrir meira en hálfri öld síðan en vissi að það væri ekki satt. En afneitunin þá í öðrum lét mig hætta að tala um það. Sem ósýnilegt dæmi um hugtakið áfall og orðið andlegt ofbeldi vantar að fleiri orð séu notuð yfir hvað skapar langtíma virðisleysi hið innra í barni og þá áfram. Níð er slíkt orð. Og mismeðferð er annað sem er ekki endilega veitt eða gert með svaka látum en afleiðingar í mannverunni eru með sömu slæmu tilfinningunum. Ferli sem fer fram án vitna, smátætir eitt og annað hið innra í þeim sem fær þær dembur endalaust. Og enga ást til að jafna á móti því til mildunar. Gerandi hefur létt einhverju og telur að þá sé ekkert vandamál. Allt hafi gufað upp. Niðurlægjandi munnlegar árásir með neikvæðum tilgangi. Sem eru þá oftast einskonar erfiður tilfinninga-sársauka-víxill niður á næstu kynslóð. Innri sár sem eru að færast niður af því að sú mannvera, kannski foreldri. Hafði hvergi höfði sínu að halla um eigin innri vandamál, á tímum þegar fræðingar sáu konur bara í einni formúlu. Og að þær ættu engan rétt á að fá drauma um annarskonar tilveru upfyllta. Kona sem gat ekki leitað neitt til lausnar á gildrunni sem hún var læst í hafði bara það tækifæri til losunar. Það voru og eru svo margar leiðir til að láta ungviði líða illa um hver þau séu af því að geranda líður illa. Amma vinkonu minnar heilaþvoði hana á slæman hátt alla tíð, svo að hún náði aldrei að frelsa sig algerlega frá þeim áhrifum. Og það þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til að losna undan ráðríkinu um þrítugt, við að fá íbúð á leigu. Þá höfðu áhrif ömmunnar öll þau ár frá blautu barnsbeini ekki gufað upp. En heilaþvottur endaði. Það var svo mikið hlass af neikvæðum tilfinningum í líkama hennar sem myndu hafa verið á við allt um borð í stóru skipi sem sökk, og flaut svo smám saman upp í gegn um árin eftir það. Hún hefði ekki heldur getað leitað til yfirvalda yfir því, og dó því miður fyrir sextugsafmælið. Ég varð líka vitni að sárum föður sem lamdi syni sína of oft í hádeginu á árunum 1957-1959. Það var af því að ég hafði verið send í skóla í það hverfi sem konan sem fæddi mig í heiminn taldi sig þekkja gott fólk í. Og ég átti að vera þar í hádeginu. Sú staðreynd að fjölskyldan sat eða stóð þögul. Og ég auðvitað því miður líka sem var bara krakki frá tíu til tólf ára aldurs. Þarna tókum við sársaukann inn í þögninni, án þess að reyna að stoppa hann lúskra á góðum drengjum sem áttu það ekki skilið. Það var greinilega séð sem normal á þeim tímum. Og enginn kvartaði við yfirvöld. Garðar Baldvinsson lifði við það sjálfur á svakalegan hátt. Hann er sá fyrsti sem ég hef séð viðurkenna og vita að slíkt hverfur ekki si svona, eins og gufa út í buskann, þó að unnið sé með afleiðingar. Eins og reynt var að fá þjóðina til að trúa. Að upplifa og vita versus því bara að trúa Trú er ekki nærri alltaf holl, of margir hafa farið illa frá að trúa. Hvort sem það væru prestar með fölsk loforð, ættingjar eða aðrir, eða þeir sem reka öfgahópa sem eru kallaðir „Cult“ og eru víða um heim. Hvernig og hverju sé trúað er galdurinn til að það þjóni mannverum. Það var mjög ljúft að sjá hinn nýja biskup, hana Guðrúnu Karls Helgudóttur tala um erfiðleikana við að vinna með barni sínu sem hafði upplifað sig í röngum líkama, og vera Trans sem þarf rétta hjálp fyrir það, sem hún væri ekki að fá eins og þyrfti. Og tel ég kosningu hennar til stöðunnar marka tímamót hjá stofnun sem er að upplifa fækkun fylgjenda. Af því að nú vita margir um hið mikla hlaðborð andlegra sem tilfinningalegra atriða sem hver og einn tengir við. Staðreyndin er sú að kristni hefur ekki allt um mannlega þróun á sínum snærum. Fækkunin er greinilega frá því að sumir einstaklingar hafa fundið sínum andlegu þörfum fullnægt frá öðrum fræðum sem eru í boði víða um heim. Biblían hefur ekki nærri öll svör fyrir allar reynslur mannvera. Ég þekki það frá því sem ég heyrði sem barn, unglingur og áfram. Og fann mín önnur svör í ýmsum öðrum fræðum sem pössuðu við minn innri heim. Ég er líka nógu gömul til að muna þegar blessaður Hörður Torfason hafði komið út sem samkynhneigður á fyrri árum sjötta áratugarins, og orðið að flýja land af því að annars yrði lífið honum ógerlegt vegna fordóma. Sem voru gegn því að sköpun skaffar meira og öðruvísi, en trúarbrögð vildu meina að gætu verið veruleiki. Svo að einstaklingar sem voru að upplifa að vera annað en ein af þeim tveim samþykktu uppskriftum, upplifðu sorglega útskúfun og höfnun. Svo var það vinur á vinnustað um árið sem hefði orðið áttræður á árinu 2024, en náði aldrei að koma út með að vera samkynhneigður. Ég lærði svo eftir að hann dó, að hann hafði sem betur fer fundið lífsförunaut. Ljúf staðreynd fyrir hann, sem ég svo lærði samt því miður ekki, fyrr en eftir að hann dó. Og að þeir höfðu verið saman í hálfa öld. Hann hafði haldið þeirri staðreynd rækilega leyndu. Og það þó að ég spyrði hann oft héðan í tölvupóstum til hans á Íslandi, hvort það væru ekki einhverjir að sinna honum í veikindunum. Hann sagði aldrei orð um þá hluti. Það var mikil og löng þöggun. Sem var af því að höfnunin um slíkt þegar hann hafði uppgötvað það í sér, hafði greinilega sett sannleikann um þá staðreynd í lás. Algerlega gegn því að láta það út þó að flestir á vinnustaðnum hafi haft grun um það. Lífið er að sýna að hreinlega engin trúarfræði hafa allt dæmið um tilveruna og mannlega ferlið á jörðu. En margir finna þau svör fyrir sig í þeim öðrum fræðum og bókum sem eru til í hinum stærri bókaheimi, námskeiðum og meðferðar leiðum. Skaparinn skaffar allt mögulegt, en það er engin svokölluð Guð Barnapía eins og við sjáum í raun alla daga. Eins og til dæmis í fréttum frá stríðum sem eru í gangi með útrýmingar ætlun þeirra sem settu þau stríð af stað. Slíkt hefur svo mikið af bælingum á tilfinningum sem samkvæmt báðum fræðingunum, honum Thomas Hubl sem lýsir því að erfiðu tilfinningarnar fari hratt framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin og fari svo líka niður kynslóðirnar. Í öðrum orðum, þá menga þær taugakerfin. Peter A Levine lýsir slíku svo á nákvæman hátt: Að „áfall sjokkeri heilann, hindri tjáskipti, og frysti líkamann“. Sem sagt á annan hátt þýðir að mikið af tilfinningum fari í óvirkni, algera þöggun. Að mannveran nær ekki að koma orðum að reynslunni. Hún skapar einskonar en samt mismunandi orku-tauga spennufall um það atriði. Og það getur tekið langan tíma, áratugi að fá þá sögu og staðreynd eigin lífs frá því. Eða mannveran dáið með það um borð, af því að eitthvað í líkamanum fór í spennufall fyrir þann hluta í mannverum. Þegar ekki var leyft að tjá sig. Tjáning um það er lykillinn að heilun, betri líðan og einhverja minnkun á mengun frá bælingu. Það er enginn „delete“ eyðingar takki í heilanum. En heilinn og eitthvað í kerfunum eiga það samt til að henda einhverju út, en halda öðru alla ævi, sem er ekki endilega alltaf okkar val. Fræðingarnir deila líka leiðum til að létta af slíku álagi. Hið mikla ferðalag sálna Ég lærði þá athyglisverðu staðreynd í heilunarvinnu minni áður en ég lærði um bækur þessara fræðinga, að slíkt geymist í sálarhólfi, og kemur svo með í næsta líkama. Það kom upp í vinnu minni með mörgum þeirra sem komu til mín. Þannig lærði ég að skaparinn setti sálir ekki upp sem einnota. Og að úrvinnsla er allskonar frá tjáskiptum í orðum, svo getur hún birst á ýmsa aðra vegu eins og í list af einhverju og öllu tagi. Áður en það gerðist að ég vissi að ég ætti að bjóða heilun sem var eftir að hafa farið á Líföndunar-námsskeiðs ferli hér 1993, hafði kona á Íslandi ráðlagt mér í heimsókn þangað árið 1992, að fá lestur hjá konu á Sogaveginum. Sá lestur kom mér mjög á óvart þá, en var greinilega vísbending. Hún talaði bara um fyrra líf mitt hér í Ástralíu sem var á Great Ocean Road. Sérkennileg lífsreynslu saga sem er of löng fyrir þessa grein. Þó að eins og Garðar Baldvinsson segir að upprunalega dæmið ristir sig inn í líkamann til geymslu, þó að mengun léttist frá tjáskiptum. Og því sem virkar til að bæta ástand líkamans, að því magni sem geti gerst. Það skapast oft fjarlægð frá atvikum, en sagan hverfur ekki, heldur fer á annan stað í manni. Það atriði átti við líf mitt, bæði eigin reynslu. Og frá því að vitna svo tvennskonar ofbeldi á tveim heimilum. Atriði sem hafa setið með mér á sinn hátt alla daga síðan. Eitt tilfellið var líkamlegt ofbeldi, en hitt hjá vinkonu með mjög slæmt tilfelli af heilaþvotti. Hegðun ömmu sem sýndi vanþroska og algeran skort á kærleik. Það eru til dæmis ýmis atriði í þeim austrænu fræðum eins og Buddhisma og Hinduisma sem margir eru að sjá að tengir við þeirra innri reynslu. Eins og með sálina og ferðalag þeirra í gegn um marga líkama frá einu lífi til annars. Þó að þau séu ekki að nefna sig við neitt. Heldur að lifa það sem þeirra innri veruleiki veit að er rétt fyrir sig. Mannverur geta lifað að elska Jesú og tónlist kirkjunnar sem ég tel að stór hluti okkar sem ólust upp í kristni geri, þó að þær séu ekki ánægðar með allan kristnipakkann með kenningum sem vísindin hafa afsannað. Svo hafa margir tengt við þau önnur andleg fræði sem eru til, og veita önnur andleg atriði. Atriði sem fylla í hólfin sem hver einstaklingur þarf fyrir sitt eigið einstaka þróunar og þroskaferli. Svo hefur Guðspekin heilmikið af mjög gagnlegri visku sem Guðfræðin hefur ekki. Hlaðborðið af visku er af ýmsu tagi sem hinar mismunandi heimspeki-leiðir annarra stofnana bjóða upp á. Og svo allar nýaldar sálfræði bækurnar um að finna sjálfan sig sem kristni hefur ekki verið með á sinni stefnu svo að ég viti. Hugtökin og orðin „Individuation“ og „Self Realisation“ voru ekki í málinu né talað um slíkt sem það dýrmæta sem það er fyrir alla einstaklinga. Tjáning um eigin reynslu er einskonar afhlaðning af alla vega hluta safnsins sem hefur farið beint inn í taugakerfin. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun