„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 22:01 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta. vísir/Diego Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. „Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira
„Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira