Littler mætti hinum 39 ára gamla Stephen Bunting í undanúrslitum og verður að segjast að viðureignin var í raun aldrei spennandi. Ekki það að Bunting hafi spilað illa í kvöld, Littler spilaði hins vegar frábærlega og sýndi allar sínar bestu hliðar.
Luke Littler is very good at darts.pic.twitter.com/8P8Z2JrrH6
— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 2, 2025
Littler getur ekki beðið eftir úrslitaviðureigninni sem fram fer annað kvöld.
„Þetta hefur verið frábært mót til þessa. Fólk segir að ég hafi verið að horfa í að komast í úrslit frá fyrstu viðureign en ég hef haldið einbeitingu og unnið það sem er fyrir framan mig hverju sinni. Ég er svo ánægður með að ná sigri hér í kvöld.“
„Ég hef spilað betur og unnið fjölda titla í aðdraganda mótsins en það er það sem við gerum, það leiðir okkur að þeim stóra. Það eru stórmót allan ársins hring en ég get ekki beðið eftir morgundeginum.“
„Ef við spilum jafn vel á morgun og verið gerðum í kvöld ætti viðureignin að vera virkilega góð. Ég get núna einbeitt mér að Michael (van Gerwen) á morgun,“ sagði Littler um mótherja sinn í úrslitum.
„Ég veit hann er í leit að enn einum heimsmeistaratitlinum en ég er að elta minn fyrsta,“ sagði Littler að lokum.