Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 06:45 Maðurinn lést á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli. Rangárþing eystra Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira