Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 08:28 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir alla vilja koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Vísir/Anton Brink Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira