Innlent

Haf­dís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sandra Hlíf og Hafdís Hrönn sækja báðar um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni
Sandra Hlíf og Hafdís Hrönn sækja báðar um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni

Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni.

Þetta kemur fram í svari Birgis Jónassonar, setts fangelsismálastjóra, við fyrirspurn fréttastofu.

Á meðal þeirra sem stóttu um embætti forstöðumanns voru Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknar, og Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hér að neðan má sjá hverjir sóttu um í embættin og starfið.

Embætti forstöðumanns

  • Árdís Rut Hlífar Einarsdóttir, öryggisvörður hjá ríkislögreglustjóra.
  • Christina M. G. Goldstein félagsfulltrúi.
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir viðskiptafræðingur.
  • Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir ráðgjafi.
  • Gunnlaugur Björgvinsson sölumaður.
  • Gyða Björk Ingimarsdóttir, leiðbeinandi í grunnskóla.
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur.
  • Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Kristín Eva Sveinsdóttir framkvæmdastjóri.
  • Margrét Birgitta Davíðsdóttir, fangavörður Fangelsinu Litla-Hrauni.
  • Ómar Vignir Helgason, settur deildarstjóri Fangelsinu Litla-Hrauni.
  • Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur.

Starf öryggisstjóra

  • Andri Þór Sturluson, varðstjóri Fangelsinu Hólmsheiði.
  • Anna Margrét Kristjánsdóttir lögfræðingur.
  • Árdís Rut Hlífar Einarsdóttir, öryggisvörður hjá ríkislögreglustjóra.
  • Birna Björnsdóttir, stöðvarstjórí hjá Landsvirkjun.
  • Brynjar Jónsson, varðstjóri Fangelsinu Hólmsheiði.
  • Brynjar Örn Rúnarsson, fangavörður Fangelsinu Hólmsheiði.
  • Dorota Senska háskólanemi.
  • Erik Oddur Jónsson, öryggisvörður hjá Öryggismiðstöð Íslands.
  • Garðar Svansson, fangavörður Fangelsinu Kvíabryggju.
  • Gunnar Páll Júlíusson, fangavörður Fangelsinu Litla-Hrauni.
  • Gunnlaugur Björgvinsson sölumaður.
  • Gyða Björk Ingimarsdóttir, leiðbeinandi í grunnskóla.
  • Heiðar Smith, fangavörður Fangelsinu Hólmsheiði.
  • Mark Glin Abunda Gunnarsson sölumaður.
  • Ómar Vignir Helgason, settur deildarstjóri Fangelsinu Litla-Hrauni.
  • Victor Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri Fangelsinu Litla-Hrauni.

Embætti deildarstjóra

  • Baldur Þór Elíasson, fangavörður Fangelsinu Litla-Hrauni.
  • Gyða Björk Ingimarsdóttir, leiðbeinandi í grunnskóla.
  • Nenad Kuzmanovic, starfsmaður í erlendu fangelsi.
  • Ómar Vignir Helgason, settur deildarstjóri Fangelsinu Litla-Hrauni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×