Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 12:01 BBC og Liverpool Echo eru meðal miðla sem hafa fjallað um árásina. Vísir Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu. Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu.
Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira