Þarf að taka hápólitískar ákvarðanir vegna Sundabrautar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Vísir Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga. Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga.
Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira