„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 10:13 Jóhann Þór Ólafsson þarf að eiga við gífurlega pressu, segja sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds. vísir/Anton „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira