Erlent

Látin 116 ára að aldri

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Tomiko Itooka, var elsta manneskja heimsins.
Tomiko Itooka, var elsta manneskja heimsins. AP

Tomi­ko Itooka er látin 116 ára að aldri en hún var talin elsta manneskja heims af Guinnes World Records áður en hún lést. 

Fréttastofa BBC greinir frá.

Itooka lést á hjúkrunarheimili á borginni Ashíja í Japan en hún hafði verið elsta manneskja heims síðan aða María Branyas Morera féll frá í ágúst 2024, 117 ára að aldri. 27 ára borgarstjóri Ashíja sagði í tilkynningu að Itooka hafi veitt íbúum hugrekki og von í langlífi sinni.

Itooka fæddist í maí 1908, sex árum áður en að fyrri heimsstyrjöldin skall á. Hún var viðurkennd sem elsta manneskja heimsins í september á síðasta ári og hlaut í viðurkenningu frá Guinnes við tilefnið. 

Á sínum yngri árum lagði Itooka kapp við blak og er einnig tekið fram að hún hafi í tvígang klíft fjallið Ontaka en tindur þess er í yfir þrjú þúsund metra hæð. Tekið er fram í tilkynningu borgarstjóra Ashíja að Itooka hafi notið þess að fá sér banan og Calpis sem er vinsæll japanskur mjólkurdrykk, á ævikvöldi sínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×