„Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Hinrik Wöhler skrifar 4. janúar 2025 15:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, náði ekki að stela stigi af sterku liði Hauka í Olís-deild kvenna í dag. Vísir/Diego Stjarnan beið lægri hlut á móti Haukum í Olís-deild kvenna í dag. Deildin fór af stað að nýju eftir tæplega tveggja mánaða hlé og sigruðu Haukar leikinn með þremur mörkum, 32-29. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira