Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 20:23 Aðalsöguhetjur Breaking Bad eru þeir Walter White og Jesse Pinkman. White þekkti efnafræðina upp á hár, en Pinkman var með gangverk fíkniefnamarkaðarins á hreinu. Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. Frá þessu er greint á vef People. Húsið, sem er í Albuquerque í Nýju-Mexíkó, er 177 fermetrar og er ásett verð fjórar milljónir dollara, eða tæpar 560 milljónir króna. Breaking Bad fjalla um efnafræðikennarann Walter White sem greinist með krabbamein, söðlar þá um og gerist stórtækur fíkniefnaframleiðandi og -sali, í því skyni að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða meðan á dýrri læknismeðferð stendur. Athyglin varð fljótt að vandamáli Líkt og áður sagði var húsið notað sem heimili fjölskyldunnar í þáttunum, og margar ódauðlegar senur í sjónvarpssögunni teknar þar upp. Frá því þáttaröðin rann sitt skeið árið 2013 hefur húsið dregið að sér fjölda aðdáenda þáttanna, sem taka myndir af sér fyrir utan húsið á öllum tímum sólarhringsins. Í umfjöllun People er haft eftir Joanne Quintana, sem ólst upp í húsinu, að tilviljun ein hafi ráðið því að móðir hennar kom til dyra þegar framleiðendur þáttanna óskuðu eftir því að fá að nota það í verkefnið. Fjölskyldan hafi slegið til og notið þess mjög að vera á tökustað, kynnast leikurum þáttanna og fá innsýn í ferlið á bak við framleiðslu stórra sjónvarpsþátta. „Síðan fóru aðdáendurnir að koma. Við fórum út og tókum myndir með þeim, ég og mamma,“ segir Quintana. Hin stöðuga athygli sem fylgdi því að eiga jafn þekkt hús hafi hins vegar fljótlega borið fjölskylduna ofurliði. Eins hafi verið dæmi um að aðdáendur hafi stolið munum af lóð hússins, vafalaust til að eiga sem minjagripi um uppáhalds sjónvarpsþættina sína. Dularfullur pakki stílaður á Walter White Quintana minnist þess sérstaklega að eina nóttina hafi dyrabjöllunni verið hringt um klukkan hálf fimm um nótt. Við útidyrahurðina hafi verið pakki, stílaður á Walter White. Lögreglan hafi verið kölluð til ásamt sprengjuleitarsveit, þar sem ómögulegt væri að segja hvað leyndist í pakkanum. Þetta hafi leitt til þess að fjölskyldan hafi þurft að gera öryggisráðstafanir, setja upp hreyfiskynjara við húsið og stærðarinnar girðingu, til að varna því að fólk gæti valsað óáreitt upp að hússins dyrum. Viljir þú eignast þetta hús, sem á sér tryggan sess í sjónvarpssögunni, þarftu að greiða um 560 milljónir króna fyrir.AP/Russell Contreras „Bræður mínir sögðu að þarna væri nóg komið,“ segir Quintana sem telur að um 300 bílar hafi ekið fram hjá húsinu á degi hverjum. Að endingu hafi stöðug athygli sem beindist að húsinu verið of mikil vinna, samhliða því að sjá um aldraða foreldra hennar, sem hafa búið í húsinu frá 1973. Mál að linni Á vef People er ekki fullyrt að hin mikla og á tímum yfirþyrmandi athygli sé ástæða þess að húsið er nú til sölu, en leiða má að því líkur að hún spili inn í. „Þetta var heimili fjölskyldunnar frá 1973, í næstum 52 ár. Við göngum héðan í burtu með minningarnar okkar. Það er kominn tími til að leita á ný mið. Þetta er búið, það er engin ástæða til að berjast við þetta lengur,“ segir Quintana. Líkt og áður sagði er ásett verð hússins um 560 milljónir króna. Erfitt er að segja hvort mögulegir kaupendur veigri sér við að greiða slíkt verð fyrir húsið, þegar áreitið sem fylgir því er jafn mikið og núverandi eigendur lýsa, eða hvort einhver ofuraðdáandi Breaking Bad sæti færis og festi kaup á húsinu. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef People. Húsið, sem er í Albuquerque í Nýju-Mexíkó, er 177 fermetrar og er ásett verð fjórar milljónir dollara, eða tæpar 560 milljónir króna. Breaking Bad fjalla um efnafræðikennarann Walter White sem greinist með krabbamein, söðlar þá um og gerist stórtækur fíkniefnaframleiðandi og -sali, í því skyni að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða meðan á dýrri læknismeðferð stendur. Athyglin varð fljótt að vandamáli Líkt og áður sagði var húsið notað sem heimili fjölskyldunnar í þáttunum, og margar ódauðlegar senur í sjónvarpssögunni teknar þar upp. Frá því þáttaröðin rann sitt skeið árið 2013 hefur húsið dregið að sér fjölda aðdáenda þáttanna, sem taka myndir af sér fyrir utan húsið á öllum tímum sólarhringsins. Í umfjöllun People er haft eftir Joanne Quintana, sem ólst upp í húsinu, að tilviljun ein hafi ráðið því að móðir hennar kom til dyra þegar framleiðendur þáttanna óskuðu eftir því að fá að nota það í verkefnið. Fjölskyldan hafi slegið til og notið þess mjög að vera á tökustað, kynnast leikurum þáttanna og fá innsýn í ferlið á bak við framleiðslu stórra sjónvarpsþátta. „Síðan fóru aðdáendurnir að koma. Við fórum út og tókum myndir með þeim, ég og mamma,“ segir Quintana. Hin stöðuga athygli sem fylgdi því að eiga jafn þekkt hús hafi hins vegar fljótlega borið fjölskylduna ofurliði. Eins hafi verið dæmi um að aðdáendur hafi stolið munum af lóð hússins, vafalaust til að eiga sem minjagripi um uppáhalds sjónvarpsþættina sína. Dularfullur pakki stílaður á Walter White Quintana minnist þess sérstaklega að eina nóttina hafi dyrabjöllunni verið hringt um klukkan hálf fimm um nótt. Við útidyrahurðina hafi verið pakki, stílaður á Walter White. Lögreglan hafi verið kölluð til ásamt sprengjuleitarsveit, þar sem ómögulegt væri að segja hvað leyndist í pakkanum. Þetta hafi leitt til þess að fjölskyldan hafi þurft að gera öryggisráðstafanir, setja upp hreyfiskynjara við húsið og stærðarinnar girðingu, til að varna því að fólk gæti valsað óáreitt upp að hússins dyrum. Viljir þú eignast þetta hús, sem á sér tryggan sess í sjónvarpssögunni, þarftu að greiða um 560 milljónir króna fyrir.AP/Russell Contreras „Bræður mínir sögðu að þarna væri nóg komið,“ segir Quintana sem telur að um 300 bílar hafi ekið fram hjá húsinu á degi hverjum. Að endingu hafi stöðug athygli sem beindist að húsinu verið of mikil vinna, samhliða því að sjá um aldraða foreldra hennar, sem hafa búið í húsinu frá 1973. Mál að linni Á vef People er ekki fullyrt að hin mikla og á tímum yfirþyrmandi athygli sé ástæða þess að húsið er nú til sölu, en leiða má að því líkur að hún spili inn í. „Þetta var heimili fjölskyldunnar frá 1973, í næstum 52 ár. Við göngum héðan í burtu með minningarnar okkar. Það er kominn tími til að leita á ný mið. Þetta er búið, það er engin ástæða til að berjast við þetta lengur,“ segir Quintana. Líkt og áður sagði er ásett verð hússins um 560 milljónir króna. Erfitt er að segja hvort mögulegir kaupendur veigri sér við að greiða slíkt verð fyrir húsið, þegar áreitið sem fylgir því er jafn mikið og núverandi eigendur lýsa, eða hvort einhver ofuraðdáandi Breaking Bad sæti færis og festi kaup á húsinu.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira