Körfubolti

Hrafn frá KR í Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafn fer úr Vesturbænum yfir í Garðabæinn.
Hrafn fer úr Vesturbænum yfir í Garðabæinn.

Stjarnan hefur náð samkomulagi við Hrafn Guðmundsson og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni en Hrafn kemur til liðsins frá KR. Með KR lék hann fjóra leiki í Bestudeildinni síðasta sumar en hann er fæddur árið 2006.

„Hrafn kemur til Stjörnunnar frá KR eftir að hafa verið þar á síðasta tímabili. Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni árið 2021 þá aðeins 15 ára gamall. Tökum vel á móti Hrafni og hlökkum til að sjá hann í bláu treyjunni í sumar,“ segir í tilkynningu frá Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×