Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:00 Alla jafna ríkir mikil tilhlökkun meðal barna í 7. bekk eftir því að komast í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Vísir/Vilhelm Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“ Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“
Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira