Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:00 Alla jafna ríkir mikil tilhlökkun meðal barna í 7. bekk eftir því að komast í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Vísir/Vilhelm Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“ Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“
Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira