Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 15:21 Jón Gunnarsson segir Bjarna Benediktsson hafa verið afburðastjórnmálamann. Þeir hafi átt langt og farsælt samstarf á þingi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, mun taka sæti á Alþingi, þar sem ljóst er orðið að Bjarni Benediktsson afsala sér þingmennsku þegar þing kemur saman. Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði en útilokar ekkert. Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39