Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. janúar 2025 15:23 Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður og þingmaður í dag. Nokkur tár hafi fallið. Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30