Fótbolti

Í sárum eftir and­lát ungs fótboltamanns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luca Meixner lést í svefni föstudaginn 27. desember.
Luca Meixner lést í svefni föstudaginn 27. desember.

Þýski fótboltamaðurinn Luca Meixner lést 27. desember síðastliðinn, aðeins 22 ára að aldri.

Félag Meixners, Reutlingen, staðfesti andlát hans um helgina. „Öll SSV fjölskyldan er í áfalli. Samherjar hans og starfsmenn félagsins syrgja með fjölskyldu Lucas og hugur okkar er hjá þeim,“ sagði í yfirlýsingu Reutlingen.

Meixner byrjaði að spila með aðalliði Reutlingen fyrir þremur árum eftir að hafa verið unglingaliðum félagsins.

Meixner var í lykilhlutverki hjá Reutlingen og lék hundrað leiki fyrir félagið og skoraði sex mörk.

Reutlingen leikur í fimmtu efstu deild í Þýskalandi. Liðið lék þrjú ár í næstefstu deild í kringum aldamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×