Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar 7. janúar 2025 18:02 Þeir þurfa leiðingu inn í það hlutverk Til að hafa tækifæri til dýrmætrar tengingar og sambands Og þróun í fæðingum í gegn um tímana Það var athyglisvert og í raun merkilegt að lesa um reynslu ungra manna að vera að verða feður og foreldri á Vísi. Og að sjá þá segja frá að hafa ekki fengið þá leiðsögn fyrir það hlutverk og ferli sem þeir þurftu. Við að lesa að ungu mennirnir höfðu ekki fengið fræðslu um það að upplifa fæðingar-orlofið og um umönnun við nýfædd barn var sorglegt. Það tækifæri er tiltölulega nýtt í sögunni. Það var til dæmis ekki fyrr en Hulda Jensdóttir opnaði Fæðingarheimilið. Sem hún gerði með þekkingu og skilningi „Le Boyer“ um það hvernig ætti að bjóða þessa nýju einstaklinga velkomna í heiminn. Og þá að báðir foreldrar væru viðstaddir þá stóru stund þegar barn þeirra birtist frá líkama móðurinnar og sér andlitin á þeim sem það hafði heyrt í þessa mánuði í móðurlífinu. Það væri ekki til að sjokkera þau með skærum ljósaperum beint í augun og andlitið á þeim sem höfðu verið í dimmu þarna inni í konunni. Það að menn sem urðu feður fyrir um hálfri öld síðan voru ekki nærri tilbúnir né tilfinningalega færir um að upplifa það sem er innifalið í að barn komi frá móðurlífi. Svo að þá voru ekki nærri allir viðstaddir komu barna sinna, þó að það hafi verið í boði. Svo að þá gerist það ekki endilega si svona að þeir séu með meirapróf í því, frekar en kona sem hefur verið slegin hið innra niður, og frá þeim rétti að finna hvort, hvenær, og ef hún vilji verða móðir. Það er ekki sjálfgefið að allir séu með það prógram í sér, eins og að allir séu á jörðu fyrir sömu formúlu. Veruleiki sem gæti þá líka þýtt að þeir væru þá ekki færir um að styðja syni sína til að sinna því hlutverki að vera einir í fæðingar-orlofi með nýfædda barnið sitt. Þá á það auðvitað við um feður margra þeirra ungu manna, sem eru að verða feður í dag. Að það er ekki hægt að ætlast til að þeir séu fæddir með allt um það að sinna nýfæddu barni um borð í sér sem sjálfvirkri þekkingu. Lífið er ekki þannig. Það er dýrmæt gjöf til þjóðarinnar að séð sé um að þessi leiðbeining sé veitt. Það fyrir föður að læra að vera með nýfæddu barni sínu sem mun fá ómetanlega tengingu við hann, eða það foreldri sem er hinn aðilinn í sambandinu frá að hafa þann tíma með honum. Orka mannsins, umhyggja og persónuleiki sem barnið sogar í sig með líkama sínum í samvistinni. Svo að það er mikilvægt að þeir fái þá þörfu leiðun og leiðbeiningu fyrir það mikilvæga og dýrmæta hlutverk. Tækifæri sem fáir af fyrri kynslóðum fengu af tengingu við föður. Leifar aðskilnaðar viðhorfa um kynin eru enn í gangi í sumum einstaklingum og þeim sem ráða málunum. Ég heyrði mér til undrunar sem ung kona, að sumar eldri konur voru algerlega á móti því að karlmenn kæmu nálægt ungum börnum. Var það eigingirni, eða eitthvað annað að baki slíku viðhorfi? Um aldir og fram á mína tíma, voru fáir karlmenn vitni að komu barna sinna í heiminn. Þá er ég að tala um þá karlmenn sem voru samt tilbúnir í feðrahlutverkið. En það var upp á gamla mátann, að vera fyrirvinnan, og að vita að þeir væru ekki ófrjóir. En ekki allir einu sinni viljugir til að skipta á bleyjum eða sinna þeim á annan hátt. Það voru hugsanlega bara bændur sem voru stundum viðstaddir komu barna sinna í heiminn vegna þess að kringumstæðurnar kölluðu á það og þeir vissu hvernig ætti að taka á móti ungviðum búfjársins. Það voru ansi sérkennileg viðhorf í gangi um svo margt um líkamann og lífið. Hvaðan komu þau viðhorf? Ég heyrði líka þá sögu fyrir mörgum árum síðan. Að sú trú hafði verið sett upp að það væri slæmt að láta eiginmenn sjá barnsfæðingu. Af því að þá myndi allur kynlífslosti og löngun til kynmaka til konunnar hverfa. Þau viðhorf voru í gangi fyrir þau sem komu í heiminn á fyrstu tveim áratugum síðustu aldar. Sem dæmi um annarskonar annarleg viðhorf til fæðinga árið 1971, upplifði ég að fæða fyrsta barn mitt á Fæðingardeildinni. Og þó að ég hafi ekki vitað neitt um fæðingu sem slíka né hvernig umönnun konur í því ferli þyrftu. Þá sá ég seinna að sú reynsla hafði verið eins og að hafa verið tekin aftur í aldir í allri meðferð. Já, við vorum þrjár konur að fæða í einni stofu, sem var ekki það rúm mikil. Það voru engir ástvinir með neinni okkar. Enda vissi ég ekki til að boðið hafi verið upp á það. Það var eins og færiband, og mjög ópersónulegt. Það var eins og að vera tekin aftur í tímann með allt þar þá. Við fengum ekki einu sinni að hafa börnin með okkur yfir daginn, bara fyrir brjóstagjöf. Ferli sem við fyrstu mæður kunnum ekkert í, og það var enga hjálp að fá við hana. Það var ætlast til að við ættum að vita allt um það. Búfé gerir það að mestu leyti. En samt gerist það að dýr sem fæðir í fyrsta skipti hafnar því afkvæmi, og ég séð þó nokkur tilfelli þess. Starfsfólkið hafði öll börnin hjá sér í öðrum hluta byggingarinnar sem þýddi að þau á einhvern hátt, eins og nú er skilið af fræðingum, myndu hafa upplifað sig tilfinningalega hafnað, en ekki meðvitað samt. Að vera munaðarlaus eftir að hafa verið inni í konu þá mánuði, og væntu þess að vera með henni eftir að koma út. Þó að þau gætu ekki tjáð sig um það. Það var ekkert að þeim börnum heilsufarslega sem krafðist þess aðskilnaðar. Svo fengum við ekki að fara í sturtu eða bað, en höfðum volgu vatni hellt yfir kynfærin á morgnana. Við fórum svo í bað síðasta daginn áður en við útskrifuðumst. Þá var hjúkrunarkona eða ljósmóðir hjá okkur af ótta við að það gæti liðið yfir okkur. Ljúflyndið á Fæðingarheimilinu Fæðingarheimilið var fyrsta stofnun á landinu sem gerði ráð fyrir að feður myndu vera viðstaddir. Með stuðning við konuna í því ferli, og að bjóða barnið sitt velkomið í heiminn. Svo með næsta barn mitt árið 1973. þá spurði ég konurnar í mæðra eftirlitinu hvort ég mætti fæða á Fæðingarheimilinu næst. Ég hafði frétt að feður mættu vera við, og að allt atlæti væri mun mannúðlegra þar. Og fékk jákvætt svar við því, af því að barnið væri í réttri stöðu, og ekkert því til fyrirstöðu að næsta fæðing yrði þar. En þegar kom að þeirri fæðingu fyrir mig, þá flýði blessaður faðirinn, maðurinn minn af vettvangi. Hann var greinilega ekki tilbúinn til að vitna fæðingu, þó að hann hefði verið klæddur í skrúðann til að vera viðstaddur. Það var ekki nóg. Ég var auðvitað svekkt og sár og fyrir miklum vonbrigðum sem var auðvitað af vanþekkingu á því þá, að hann hafði engan bakgrunn til né innri tilfinningalega vírun til slíks. Á Fæðingarheimilinu var allt annað ferli. Ég fæddi um miðja nótt og það var engin önnur að fæða þar. Það voru læknir og ljósmóðir í stofunni. Þar var yndisleg hjálp með brjóstin, hugleiðsla um eftirmiðdaginn, og heitt kakó líka. Og góður matur á máltíðum. Það var eins og að koma í einskonar himnaríki eftir sérkennilegheitin á Fæðingardeildinni sem ég hafði ekkert í mér þá vegna vanþekkingar til að mótmæla um. Á Fæðingarheimilinu voru börnin með okkur allan daginn. Atriði sem er svo mikilvægt fyrir tengingu. En tekin í stofu yfir nótt, svo við fengum góðan svefn. Svo eftir að koma hingað til Ástralíu kom efni frá Bretlandi sem var um fæðingar. Í þeim þáttum frá Bretlandi „One born every minute“. Eitt barn fæðist á mínútu hverri, voru báðir foreldrar þar, og stundum líka foreldrar þeirra til að styðja og gleðjast yfir komu barna-barnsins. Og tár gleðinnar flæddu niður kinnar þeirra. Starfsfólkið, læknar hjúkrunarkonur og ljósmæður voru einstök í því hvernig þau töluðu við þau sem voru þar og sinntu komu barnsins. Leifar fornra viðhorfa Já, margt hefur sem betur fer breyst frá því að sum börn urðu að fæðast heima út af smán syndar í kynlífi. Og það jafnvel þó að barnið væri að koma öfugt út og tæki 72 tíma að ljúka þeirri ferð í heiminn. Kannski hafði það barn hugsað sér að vilja hlaupa í burtu um leið og það kæmi út? En ungbörn geta ekki hlaupið. Við þurfum að hafa í huga að kynhvötin er oft ráðrík, og of mörg börn hafa komið í heiminn, án þess að þau sem settu þau í heiminn hafi verið tilbúin eða vel fær í foreldrahlutverk. Og börnin þjáðst frá því. Sæðisveitendur hafa oft sloppið of vel í ótal löndum, frá að vera kallaðir til þátt töku í lífi barnanna. Það er því meiriháttar að sjá að það í þáttunum „Long Lost Family“ „Löngu týnd fjölskylda“. Að það hafa verið til menn sem hafa barnað konu og horfið hafa það barn í huga sér og vilja hitta það. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þeir þurfa leiðingu inn í það hlutverk Til að hafa tækifæri til dýrmætrar tengingar og sambands Og þróun í fæðingum í gegn um tímana Það var athyglisvert og í raun merkilegt að lesa um reynslu ungra manna að vera að verða feður og foreldri á Vísi. Og að sjá þá segja frá að hafa ekki fengið þá leiðsögn fyrir það hlutverk og ferli sem þeir þurftu. Við að lesa að ungu mennirnir höfðu ekki fengið fræðslu um það að upplifa fæðingar-orlofið og um umönnun við nýfædd barn var sorglegt. Það tækifæri er tiltölulega nýtt í sögunni. Það var til dæmis ekki fyrr en Hulda Jensdóttir opnaði Fæðingarheimilið. Sem hún gerði með þekkingu og skilningi „Le Boyer“ um það hvernig ætti að bjóða þessa nýju einstaklinga velkomna í heiminn. Og þá að báðir foreldrar væru viðstaddir þá stóru stund þegar barn þeirra birtist frá líkama móðurinnar og sér andlitin á þeim sem það hafði heyrt í þessa mánuði í móðurlífinu. Það væri ekki til að sjokkera þau með skærum ljósaperum beint í augun og andlitið á þeim sem höfðu verið í dimmu þarna inni í konunni. Það að menn sem urðu feður fyrir um hálfri öld síðan voru ekki nærri tilbúnir né tilfinningalega færir um að upplifa það sem er innifalið í að barn komi frá móðurlífi. Svo að þá voru ekki nærri allir viðstaddir komu barna sinna, þó að það hafi verið í boði. Svo að þá gerist það ekki endilega si svona að þeir séu með meirapróf í því, frekar en kona sem hefur verið slegin hið innra niður, og frá þeim rétti að finna hvort, hvenær, og ef hún vilji verða móðir. Það er ekki sjálfgefið að allir séu með það prógram í sér, eins og að allir séu á jörðu fyrir sömu formúlu. Veruleiki sem gæti þá líka þýtt að þeir væru þá ekki færir um að styðja syni sína til að sinna því hlutverki að vera einir í fæðingar-orlofi með nýfædda barnið sitt. Þá á það auðvitað við um feður margra þeirra ungu manna, sem eru að verða feður í dag. Að það er ekki hægt að ætlast til að þeir séu fæddir með allt um það að sinna nýfæddu barni um borð í sér sem sjálfvirkri þekkingu. Lífið er ekki þannig. Það er dýrmæt gjöf til þjóðarinnar að séð sé um að þessi leiðbeining sé veitt. Það fyrir föður að læra að vera með nýfæddu barni sínu sem mun fá ómetanlega tengingu við hann, eða það foreldri sem er hinn aðilinn í sambandinu frá að hafa þann tíma með honum. Orka mannsins, umhyggja og persónuleiki sem barnið sogar í sig með líkama sínum í samvistinni. Svo að það er mikilvægt að þeir fái þá þörfu leiðun og leiðbeiningu fyrir það mikilvæga og dýrmæta hlutverk. Tækifæri sem fáir af fyrri kynslóðum fengu af tengingu við föður. Leifar aðskilnaðar viðhorfa um kynin eru enn í gangi í sumum einstaklingum og þeim sem ráða málunum. Ég heyrði mér til undrunar sem ung kona, að sumar eldri konur voru algerlega á móti því að karlmenn kæmu nálægt ungum börnum. Var það eigingirni, eða eitthvað annað að baki slíku viðhorfi? Um aldir og fram á mína tíma, voru fáir karlmenn vitni að komu barna sinna í heiminn. Þá er ég að tala um þá karlmenn sem voru samt tilbúnir í feðrahlutverkið. En það var upp á gamla mátann, að vera fyrirvinnan, og að vita að þeir væru ekki ófrjóir. En ekki allir einu sinni viljugir til að skipta á bleyjum eða sinna þeim á annan hátt. Það voru hugsanlega bara bændur sem voru stundum viðstaddir komu barna sinna í heiminn vegna þess að kringumstæðurnar kölluðu á það og þeir vissu hvernig ætti að taka á móti ungviðum búfjársins. Það voru ansi sérkennileg viðhorf í gangi um svo margt um líkamann og lífið. Hvaðan komu þau viðhorf? Ég heyrði líka þá sögu fyrir mörgum árum síðan. Að sú trú hafði verið sett upp að það væri slæmt að láta eiginmenn sjá barnsfæðingu. Af því að þá myndi allur kynlífslosti og löngun til kynmaka til konunnar hverfa. Þau viðhorf voru í gangi fyrir þau sem komu í heiminn á fyrstu tveim áratugum síðustu aldar. Sem dæmi um annarskonar annarleg viðhorf til fæðinga árið 1971, upplifði ég að fæða fyrsta barn mitt á Fæðingardeildinni. Og þó að ég hafi ekki vitað neitt um fæðingu sem slíka né hvernig umönnun konur í því ferli þyrftu. Þá sá ég seinna að sú reynsla hafði verið eins og að hafa verið tekin aftur í aldir í allri meðferð. Já, við vorum þrjár konur að fæða í einni stofu, sem var ekki það rúm mikil. Það voru engir ástvinir með neinni okkar. Enda vissi ég ekki til að boðið hafi verið upp á það. Það var eins og færiband, og mjög ópersónulegt. Það var eins og að vera tekin aftur í tímann með allt þar þá. Við fengum ekki einu sinni að hafa börnin með okkur yfir daginn, bara fyrir brjóstagjöf. Ferli sem við fyrstu mæður kunnum ekkert í, og það var enga hjálp að fá við hana. Það var ætlast til að við ættum að vita allt um það. Búfé gerir það að mestu leyti. En samt gerist það að dýr sem fæðir í fyrsta skipti hafnar því afkvæmi, og ég séð þó nokkur tilfelli þess. Starfsfólkið hafði öll börnin hjá sér í öðrum hluta byggingarinnar sem þýddi að þau á einhvern hátt, eins og nú er skilið af fræðingum, myndu hafa upplifað sig tilfinningalega hafnað, en ekki meðvitað samt. Að vera munaðarlaus eftir að hafa verið inni í konu þá mánuði, og væntu þess að vera með henni eftir að koma út. Þó að þau gætu ekki tjáð sig um það. Það var ekkert að þeim börnum heilsufarslega sem krafðist þess aðskilnaðar. Svo fengum við ekki að fara í sturtu eða bað, en höfðum volgu vatni hellt yfir kynfærin á morgnana. Við fórum svo í bað síðasta daginn áður en við útskrifuðumst. Þá var hjúkrunarkona eða ljósmóðir hjá okkur af ótta við að það gæti liðið yfir okkur. Ljúflyndið á Fæðingarheimilinu Fæðingarheimilið var fyrsta stofnun á landinu sem gerði ráð fyrir að feður myndu vera viðstaddir. Með stuðning við konuna í því ferli, og að bjóða barnið sitt velkomið í heiminn. Svo með næsta barn mitt árið 1973. þá spurði ég konurnar í mæðra eftirlitinu hvort ég mætti fæða á Fæðingarheimilinu næst. Ég hafði frétt að feður mættu vera við, og að allt atlæti væri mun mannúðlegra þar. Og fékk jákvætt svar við því, af því að barnið væri í réttri stöðu, og ekkert því til fyrirstöðu að næsta fæðing yrði þar. En þegar kom að þeirri fæðingu fyrir mig, þá flýði blessaður faðirinn, maðurinn minn af vettvangi. Hann var greinilega ekki tilbúinn til að vitna fæðingu, þó að hann hefði verið klæddur í skrúðann til að vera viðstaddur. Það var ekki nóg. Ég var auðvitað svekkt og sár og fyrir miklum vonbrigðum sem var auðvitað af vanþekkingu á því þá, að hann hafði engan bakgrunn til né innri tilfinningalega vírun til slíks. Á Fæðingarheimilinu var allt annað ferli. Ég fæddi um miðja nótt og það var engin önnur að fæða þar. Það voru læknir og ljósmóðir í stofunni. Þar var yndisleg hjálp með brjóstin, hugleiðsla um eftirmiðdaginn, og heitt kakó líka. Og góður matur á máltíðum. Það var eins og að koma í einskonar himnaríki eftir sérkennilegheitin á Fæðingardeildinni sem ég hafði ekkert í mér þá vegna vanþekkingar til að mótmæla um. Á Fæðingarheimilinu voru börnin með okkur allan daginn. Atriði sem er svo mikilvægt fyrir tengingu. En tekin í stofu yfir nótt, svo við fengum góðan svefn. Svo eftir að koma hingað til Ástralíu kom efni frá Bretlandi sem var um fæðingar. Í þeim þáttum frá Bretlandi „One born every minute“. Eitt barn fæðist á mínútu hverri, voru báðir foreldrar þar, og stundum líka foreldrar þeirra til að styðja og gleðjast yfir komu barna-barnsins. Og tár gleðinnar flæddu niður kinnar þeirra. Starfsfólkið, læknar hjúkrunarkonur og ljósmæður voru einstök í því hvernig þau töluðu við þau sem voru þar og sinntu komu barnsins. Leifar fornra viðhorfa Já, margt hefur sem betur fer breyst frá því að sum börn urðu að fæðast heima út af smán syndar í kynlífi. Og það jafnvel þó að barnið væri að koma öfugt út og tæki 72 tíma að ljúka þeirri ferð í heiminn. Kannski hafði það barn hugsað sér að vilja hlaupa í burtu um leið og það kæmi út? En ungbörn geta ekki hlaupið. Við þurfum að hafa í huga að kynhvötin er oft ráðrík, og of mörg börn hafa komið í heiminn, án þess að þau sem settu þau í heiminn hafi verið tilbúin eða vel fær í foreldrahlutverk. Og börnin þjáðst frá því. Sæðisveitendur hafa oft sloppið of vel í ótal löndum, frá að vera kallaðir til þátt töku í lífi barnanna. Það er því meiriháttar að sjá að það í þáttunum „Long Lost Family“ „Löngu týnd fjölskylda“. Að það hafa verið til menn sem hafa barnað konu og horfið hafa það barn í huga sér og vilja hitta það. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun