„Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. janúar 2025 21:59 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var sáttur í leikslok. Vísir/Jón Gautur Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var mjög sáttur og virkilega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur i kvöld. Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.” Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.”
Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti