Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2025 18:03 Jose Mourinho er orðaður við Everton starfið en það virðist þó vera lítið á bak við þær vangaveltur. Getty/Richard Sellers Enskir miðlar eru strax farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira