Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2025 21:13 Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. vísir/Anton Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86. Stjörnuliðið missti frá sér gott forskot í seinni hálfleik og úr varð spennandi leikur í fjórða leikhluta. Stjörnumennn voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu góðum sigri. Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild karla Stjarnan KR
Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86. Stjörnuliðið missti frá sér gott forskot í seinni hálfleik og úr varð spennandi leikur í fjórða leikhluta. Stjörnumennn voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu góðum sigri. Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.