Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 13:05 Með kyngreinda sæðinu er hægt að vera um 90% viss um hvort kýrin ber kvígu eða nauti, allt eftir því hvaða sæði kúabóndinn ákveður að nota hverju sinni í kýrnar sínar. Hvort kýrnar séu hoppandi kátar með þessi nýju tíðindi skal ósagt látið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilraun er nú að hefjast með notkun á kyngreindu sæði í fjósum landsins þar sem hægt verður að velja um hvort kvíga eða naut komi í heiminn með notkun sæðisins í kýrnar. Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira