Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 18:57 Íbúar Kúlúsúk og nærliggjandi sveitarfélögum á austurströnd Grænlands hafa áhyggjur af birgðaöryggi vegna ákvörðunar Icelandair. getty Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann. Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann.
Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira