Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 18:57 Íbúar Kúlúsúk og nærliggjandi sveitarfélögum á austurströnd Grænlands hafa áhyggjur af birgðaöryggi vegna ákvörðunar Icelandair. getty Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann. Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann.
Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira