Alba Berlin hefur átt erfiðu gengi að fagna í þýsku deildinni á tímabilinu og var í fjórða neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag. Leikurinn í dag var mikilvægur því andstæðingurinn í Fraport Skyliners var tveimur sætum fyrir neðan.
Martin og félagar byrjuðu leikinn frábærlega. Alba Berlin komst í 15-2 og var leiddi 26-14 eftir fyrsta leikhlutann. Þennan mun lét liðið aldrei alveg af hendi. Skyliners náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í þriðja leikhlutanum en Alba náði vopnum sínum á ný.
Í fjórða leikhlutanum náðu gestirnir síðan muninum yfir tíu stig á ný og unnu að lokum 75-61 sigur.
Martin lék í rúmar tuttugu og fjórar mínútur í dag. Hann skoraði átta stig, gaf átta stoðsendingar og tók eitt frákast. Næsti leikur Alba er gegn Olimpio Milano í Euroleague á þriðjudagskvöld.