Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun