Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:01 Josh Allen leiddi Buffalo Bills til öruggs sigurs í gær. Getty/Kathryn Riley Nokkrir stuðningsmanna Buffalo Bills virtust ekki ná að njóta þess nógu vel þegar liðið komst af öryggi áfram í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar með 31-7 sigri á Denver Broncos. Til átaka kom á bílastæðinu við Highmark-leikvanginn eftir leik. Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Sjá meira
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings
NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti