Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2025 14:45 Reynir Traustason er um þessar munir á 13. degi í föstu. Hann segir fyrstu fimm dagana erfiðasta. Nú er hann hvell skýr. vísir/vilhelm Reynir Traustason, sem um næstu mánaðarmót lætur af störfum sem ritstjóri Mannlífs, er nú í miðri föstu og hann lætur vel af sér. „Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“ Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“
Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“