Innlent

Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræja af dauðum fuglum í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir af sömu veiru en óttast er að þeir verði fleiri. Við sjáum myndir af fuglunum og fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Við förum yfir hrikalega stöðu Vestanhafs og heyrum í dönskum fjölskylduföður sem er á meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tapað aleigunni.

Þá fer Heimir Már Pétursson yfir stöðuna í pólitíkinni og ræðir við framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem segir alvarlegt að atkvæði hafi ekki skilað sér til talningar. Við fylgjumst einnig með fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem ákvað í dag að landsfundi yrði ekki frestað. Nýr formaður verður þar með kjörinn í lok febrúar.

Við verðum einnig í beinni frá prufum fyrir Hinsegin kórinn sem leitar logandi ljósi að fólki með bassarödd, heyrum í Frey Alexanderssyni sem er að taka við norska úrvalsdeildarliðinu Brann og í Íslandi í dag ræðir Sindri Sindrason við Þorstein J. um nýju þættina Séð og heyrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×